Framkvæmdir að hefjast við byggingu á Klöppum

Næstkomandi sunnudag, 27 september verður tekin fyrsta skóflustungan af nýju og glæsilegu æfingaskýli hér á Jaðri, Klöppum klukkan 16;00

Er það von okkar að GA félagar mæti og taki þátt í þessum merku tímamótum með okkur.

Það verður sigursælasti kylfingur GA frá upphafi Björgvin Þorsteinsson sem tekur fyrstu skóflustunguna.

Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffi og með því í Golfskálanum.

Hlökkum til að sjá ykkur.