Framkvæmdir á Jaðarsvelli

Drenvinna á 16. braut
Drenvinna á 16. braut

Nú á haustmánuðum hafa ýmsar minni háttar framkvæmdir staðið yfir á Jaðarsvelli til að bæta upplifun kylfinga á Jaðarsvelli og hefur starfsfólk okkar staðið í ströngu undanfarnar vikur.

Framkvæmdir standa nú yfir á nýjum hvítum teig á 17. holu en hann mun standa fyrir aftan gamla hvíta og lengja holuna ásamt því að teigurinn verður stærri og flottari en sá gamli.

Starfsmenn hafa einnig staðið í drenvinnu á 16. braut sem á að hjálpa til við að halda henni þurri yfir sumarið en hún hefur átt það til að vera blaut yfir sumartímann og vonumst við eftir því að þessi drenvinna muni skila brautinni í betri búning næsta sumar.

Við munum flytja ykkur frekari fregnir af framkvæmdum á Jaðri næstu daga.