Framkvæmdir á Jaðarsvelli

Vinna við teiga og mön á 3. braut.

Lokið hefur verið við að keyra efni í 12 teiga í vikunni, þá er byrjað að grafa tjörn við nýju 15. flötina til að drena það svæði betur.

Því næst verður farið í 3. braut, þar fær skurðurinn landsfrægi nýja lögun og styttingu, tjörn verður grafin vestan við brautina og mön meðfram braut mótuð.