Framkvæmdir á æfingavellinum í fullum gangi

Séð yfir brautir 1 og 6
Séð yfir brautir 1 og 6

Nú eru framkvæmdir á nýja æfingavellinum okkar í fullum gangi.

Búið er að slétta út og ýta stærstan hlutan brautanna og í dag var hafist handa við að koma fyrir vökvunarkerfi í brautir 1, 5  og 6 sem er stærsta svæðið á vellinum.  Búið er að keyra undirlag í flatir og teiga og verður rótarlag keyrt í á næstu dögum.  Áætlað er að byrja sáningu á þessu svæði í byrjun næstu viku. 

Þegar því er lokið verða hinar þrjár brautirnar kláraðar og stefnt er að því að öll sáning verði búin upp úr næstu mánaðarmótum.

Vökvunarkerfi komið fyrir í æfingavöllinn