Framkvæmdir á 5. braut

Mynd Steindór
Mynd Steindór

Framkvæmdir hafa staðið yfir á 5. braut

Verið er að fylla upp í lægðina sem verið hefur lendingasvæði margra kylfinga um árabil - svæðið hefur verið blautt og oft erfitt viðureignar á vorin og var því ákveðið að ráðst í það að fylla upp í dokkina þegar efni bauðst.

Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar leytaði eftir því við Golfklúbb Akureyrar hvort klúbburinn gæti notað þann jarðveg sem kæmi úr uppgreftri á KA svæðinu en þeir eru að grafa fyrir undirstöðu gerfigrasvallar á svæðinu. Akureyrarbær mun sjá um allan frágang á svæðinu.

Hluti efnisins var losaður í mönina við Miðhúsabrautina og hún breikkuð aðeins og lengd til vesturs.