Framboð til stjórnar GA og annarra nefndarstarfa

Athygli félagsmanna er vakin á því að á komandi aðalfundi skal kjósa formann til eins árs, tvo stjórnarmenn af fjórum til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Stefnt er að halda aðalfund á milli 10. og 15. desember en það verður nánar auglýst síðar. 

Einnig sækjumst eftir að fá duglega meðlimi kúbbsins í nefndir klúbbsins. Þ.e.a.s afreksnefnd, vallarnefnd, kappleikjanefnd, kvennanefnd, forgjafanefnd, og Arctic Open nefnd.  Allt saman mjög skemmtilegar nefndir sem hjálpa alveg gríðarlega til í öllu starf klúbbsins.

Þeir sem vilja gefa kost á sér skulu samkvæmt samþykktum félagsins senda upplýsingar þar um til kjörnefndar á netfangið steindor@gagolf.is og taka fram hvort framboðið sé til formanns, stjórnar, varastjórnar eða í aðrar nefndir.

Við hvetjum félagsmenn sem hafa áhuga á stjórnarstarfi eða nefndarstörfum að gefa kost á sér og skila inn umsókn. Við tökum vel á móti nýju fólki og viljum öll vinna að sama markmiði, að gera GA að stærri og betri golfklúbbi. 

Kjörnefnd.