Í gær, mánudaginn 12. maí, opnaði Jaðarsvöllur formlega við mikla gleði félagsmanna.
Við höfum opnað allar holur nema 14. holu og inn á sumargrín á öllum. Völlurinn er iðagrænn og kemur gríðarlega vel undan vetri og því stefnir allt í frábært sumar hér hjá okkur í GA.
Það var greinilegt að opnuninni var beðið með eftirvæntingu og var bílaplanið þéttsetið strax klukkan 7:30 og var það raunin það sem eftir lifði dags.
Vellinum er skipt í fyrri 9 og seinni 9 og verður svoleiðis til og með 23. maí og voru 397 rástímar bókaðir í gær!
Við hlökkum til að halda svona áfram í blíðunni og minnum félagsmenn okkar og aðra gesti á að nú þarf að staðfesta komu sína á völlinn og er það gert með því að skanna QR kóða sem er á skjá í nýju afgreiðslunni okkar. Við munum þegar fram líða stundir taka hart á því ef fólk er skráð á teig og staðfestir sig ekki og er það gert til að koma í veg fyrir að kylfingar séu að skrá einhverja með sér á teig til að fylla upp í holl sem síðan mæta ekki.