Frábær mót um næstu helgi!

Sælir kæru golffélagar!

Núna um næstu helgi er sannkölluð golfveisla hjá okkur á Jaðri. Á föstudaginn er herramót RUB23 og hefst það klukkan 18:00 og er ræst samtímis af öllum teigum. Verðlaunin eru stórglæsileg og því tilvalið fyrir alla herra að skrá sig í þetta mót, mótsgjaldið er aðeins 4500 kr. og nóg af verðlaunum í boði. Á laugardagsmorgninum er síðan kvennamót Vita og Forever og eru vinningar þar hvergi síðri, hefst það klukkan 8:00. Á laugardagskvöldinu er síðan boðið upp á glæsilega þriggja rétta máltíð á RUB23 fyrir 6490 kr. og verðlaun veitt þar. 

Við hvetjum alla til að skrá sig, veðurspáin er frábær fyrir þessa daga og því tilvalið að taka þátt!

Skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974

Bestu kveðjur, Golfklúbbur Akureyrar