Frábær árangur hjá krökkunum okkar um helgina!

Nú um helgina fór fram lokamótið á Íslandsbankamótaröð unglinga og stóðu krakkarnir okkar sig virkilega vel.

Andrea Ýr og Lárus Ingi unnu sína flokka og spiluðu virkilega gott golf.  Andrea lenti í bráðabana á móti Huldu Clöru frá GKG og hafði betur á fyrstu holu.  Lárus Ingi spilaði frábærlega og endaði sína tvo hringi á samanlagt 3 yfir pari og vann sinn flokk með þremur höggum.  Þetta er fyrsti sigur Lárusar á Íslandsbankamótaröðinni.

Óskum við Andreu og Lárusi kærlega til hamingju með sigurinn og einnig óskum við krökkunum okkar kærlega til hamingju með frábært sumar þar sem forgjöfin hefur farið talsvert niður :)