Föstudagsfréttir GA

Gleðilegt árið kæru GA félagar og takk fyrir frábært golfár 2020.

Þá eru árgjöld fyrir árið 2021 komin í heimabanka hjá kylfingum GA. Eindagar á greiðslunum þremur eru 15. janúar, 15. febrúar og 15. mars. Við hetjum GA félaga að ganga frá árgjöldunum um leið og kostur er en þeir kylfingar sem greiða fyrir 15. mars fá inneign upp á parkort á Klöppum, æfingasvæði GA. Þeir sem ætla sér að skipta greiðslunni á kreditkort eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu GA og ganga frá því. 

Komin eru drög af mótaskrá GA fyrir árið 2021 og geta því kylfingar farið að plana sumarið með mótin í huga. Athugið að einhver mót eiga eftir að bætast við og ekki eru dagsetningarnar fyrir Meistaramótið í betri bolta, Cutter&Buck Open og Opna Footjoy og Titleist mótið 100% staðfestar. Hér má nálgast mótaskrá GA fyrir 2021 : https://www.gagolf.is/is/motaskra/motaskra

Við opnum Golfhöllina á miðvikudaginn næsta eða 13. janúar ef aflétting af sóttvarnarreglum ganga eftir um helgina. Bókun í golfherma fer fram í gegnum golfbox en hægt er að velja Trackman 1 eða Trackman 2 þar fyrir kylfinga og er nóg að einn meðlimur í hópnum bóki sig á þá rástíma sem þeir vilja nýta. Minnst er hægt að bóka hálftíma í senn. Þeir sem ekki eru með aðgang af golfbox geta bókað tíma í gegnum skrifstofa@gagolf.is eða  með því að hringja í síma 462-2974 (462-3846 þegar Golfhöllin opnar).

 Góða helgi.