Flottur dagur hjá sveitum eldri kylfinga

Stelpurnar okkar eru glæsilegar
Stelpurnar okkar eru glæsilegar

Eftir annan dag Íslandsmóts golfklúbba 50+ eru bæði karla og kvennasveit GA í góðum málum.

Í seinni leik gærdagsins lék karlasveitin ágætlega og sigraði GO 4-1 sem þýddi að þeir þyrftu að sigra sterka sveit GR til að komast í undanúrslit mótsins. Sá leikur var spilaður í morgun og lauk með 4-1 sigri GA manna! Strákarnir spiluðu mjög vel gegn þessari sterku sveit og mættu því ósigraðari sveit GÖ í undanúrslitunum. Þann leik sigruðu þeir með yfirburðum, 4-1, og eru því á leið í úrslitin á morgun. Þar mæta þeir sveit GKG og má búast við mikilli spennu í þeim leik.

 

Kvennasveitin átti í erfiðleikum í seinnileik gærdagsins gegn GKG, en leikurinn endaði með 4-1 tapi. Þar sigruðu Birgitta Guðjónsdóttir og Eygló Birgisdóttir fjórmenninginn 4/3. Í morgun mættu stelpurnar nágrönnum okkar í Hamar/Fjallabyggð, sem var mikilvægur leikur upp á að halda sæti sínu í efstu deild. Sá leikur endaði með frábærum 5-0 sigri GA kvenna! Þær spiluðu því við Mosfellsbæ seinni part dags og sigruðu þann leik 3.5-1.5! Stelpurnar eiga leik gegn NK á morgun um 5. sæti deildarinnar. 

Flottur dagur hjá okkar fólki sem endar mótið vonandi með sigri á Jaðri og í Eyjum á morgun.