Flottur árangur hjá unglingum GA fyrir sunnan

Veigar og Skúli efstir í sínum flokk - mynd: kylfingur
Veigar og Skúli efstir í sínum flokk - mynd: kylfingur

Um helgina fór fram Nettó mótið á Unglingamótaröðinni, þetta er annað mót sumarsins hjá unglingunum og stóðu okkar krakkar sig með mikilli prýði. Alls tóku 130 keppendur þátt í mótinu og þar af voru 10 úr Golfklúbbi Akureyrar. 

Spilað var á Leirdalsvellinum hjá GKG, yngri flokkarnir spiluðu 2 hringi á meðan eldri flokkarnir spiluðu 3. Það var fínasta veður fyrsta og síðasta keppnisdag en rok og rigning setti strik í reikninginn annan daginn. Okkar kylfingar létu þó ekki smá óveður á sig fá og spiluðu glimrandi golf alla helgina.

Þar ber helst að nefna Veigar Heiðarsson sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki 14 ára og yngri, Skúli Gunnar spilaði einnig vel og tryggði sér silfrið í þeim flokki og var 3 höggum á eftir Veigari. Einnig komst hann Óskar Páll á pall en hann endaði í þriðja sæti í flokki 15-16 ára drengja.

Hér að neðan má sjá hvernig allir okkar unglingar stóðu sig, við óskum þeim öllum til hamingju og hvetjum þau til að halda áfram að æfa vel og skila árangri.

Stúlkur 14 ára og yngri

7. Sæti - Birna Rut Snorradóttir  I  100 - 86 (+44)

8. Sæti - Auður Bergrún Snorradóttir  I  102 - 88 (+48)

Drengir 14 ára og yngri

1. Sæti - Veigar Heiðarsson  I  80 - 70 (+8)

2. Sæti - Skúli Gunnar Ágústsson  I  80 - 75 (+13)

20. Sæti - Kristófer Magni Magnússon  I  113 - 92 (+63)

Stúlkur 15-16 ára

12. Sæti - Lana Sif Harley  I  96-100 (+54)

Drengir 15-16 ára

3. Sæti - Óskar Páll Valsson  I  82-75 (+15)

Drengir 17-18 ára

8. Sæti - Mikael Máni Sigurðsson  I  76-80-79 (+22)

19. Sæti - Patrik Róbertsson  I  89-78-80 (+34)

21. Sæti - Starkaður Sigurðarson  I  90-84-84 (+45)