Flott frammistaða hjá krökkunum í GA

Alls fóru 13 keppendur frá GA á fyrsta stigamót unglinga á Íslandsbankamótaröðinni á Hellu um síðastliðna helgi, 26.-28. maí.
Krakkarnir hafa æft virkilega vel í allan vetur og lét árangurinn ekki á sér standa.  

Andrea Ýr Ásmundsdóttir náði 3. sæti í flokki 15-16 ára stelpna, Lárus Ingi Antonsson náiði 3. sæti í flokki 15-16 ára stráka, Kristján Benedikt Sveinsson náði 2.-3. sæti í flokki 17-18 ára stráka og Víðir Steinar Tómasson náði 7. sæti í flokki 19-21 ára stráka.  

Að auki var árangurinn flottur hjá mögrum af yngri keppendunum, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á mótaröðinni.

Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér:  https://mitt.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/

Næsta mót fer svo fram í Keflavík helgina 9.-11. júní og verður gaman að fylgjast með krökkunum þar.

 17-18 ára15-16 ára stelpur

17-18 ára