Flatir Jaðarsvallar snjólausar

Hlýir sunnan vindar hafa blásið hér síðustu daga og sólin skinið skært. Allar flatir Jaðarsvallar eru því lausar við snjó og klaka, var það kærkomið eftir snjóþungan tíma á nýju ári. Starfsmenn GA hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í dag og sína þær flatirnar í flottu ásigkomulagi og því full ástæða til að láta sig hlakka til sumarsins.