Fjósakallarnir búnir með fyrra salernishúsið

Frá vinstri: Árni Árna, Halli Bjarna, Heimir Jóhanns, Mummi Lár, Maggi Ingólfs, Viðar Þorlefis og Ha…
Frá vinstri: Árni Árna, Halli Bjarna, Heimir Jóhanns, Mummi Lár, Maggi Ingólfs, Viðar Þorlefis og Hafberg Svans

Sjálfboðaliðarnir okkar sem kláruðu uppbyggingu á Fjósinu síðasta vetur, eða "Fjósakallarnir", hafa klárað fyrra salernishúsið sem þeir hófu að byggja í vetur og er vinna þegar hafin á seinna húsinu. 

Við erum þeim ævinlega þakklátir fyrir frábært sjálfboðastarf undanfarin ár en þeir standa sína vakt alla daga hér upp á velli við hin ýmsu verk. Salernishúsið verður sett við göngustígin við sjöunda teig og hitt húsið við 14. teig. 

Þessir kallar voru verðlaunaðir á síðasta aðalfundi og fengu að launum silfur- eða gullmerki GA. Þetta eru þeir:
Gullmerki:
Guðmundur E. Lárusson
Heimir Jóhannsson
Magnús Ingólfsson 
Þórhallur Pálsson
Silfurmerki:
Hafberg Svansson
Karl Haraldur Bjarnason
Viðar Þorleifsson

Á myndina vantar Þórhall Pálsson sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnir um árabil og fékk að launum gullmerki GA á síðasta aðalfundi.