Fjórir kylfingar skrifuðu undir afrekssamning við GA á dögunum

Á dögunum voru undirritaðir afrekssamningar við fjóra kylfinga hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þau Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Lárus Ingi Antonsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson.

Allir þessir kylfingar eiga það sameiginlegt að þau hafa verið í stóru hlutverki hjá landsliðshópum GSÍ undanfarin ár. Þeir Veigar og Skúli hafa verið að berjast á toppnum í sínum aldursflokki undanfarin ár og verið stöðugir í landsliðsverkefnum. Andrea og Lárus voru bæði erlendis í háskóla í vetur og hafa bæði orðið klúbbmeistarar GA undanfarin ár, Andrea þrisvar sinnum og Lárus tvisvar.

Allir krakkarnir hafa undanfarin ár verið hluti af GA golfxtra hópnum sem hefur æft stíft undir handleiðslu Heiðars og Óla. 

Golfklúbbur Akureyrar er stoltur af okkar fólki og ætlumst við til mikils af okkar afrekskylfingum.