Fjórir frá GA í landsliðshóp GSÍ

Á dögunum valdi Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ 43 kylfinga í landsliðshóp og voru fjórir kylfingar frá GA valdir í hópinn. 
Það eru þau Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Lárus Ingi Antonsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson.

Kylfingarnir okkar eru vel af þessu komnir og alls ekki óvön því að vera viðloðandi landsliðshópa GSÍ og hafa þau tekið þátt í verkefnum á vegum GSÍ undanfarin ár.

Við óskum þeim góðs gengis