Fjölmennur aðalfundur kvennadeildar

Sveindís, Svandís og María
Sveindís, Svandís og María
Aðalfundur kvennadeildar var haldinn þriðjudaginn 20. mars

Fjöldi kvenna mætti á hinn árlega vetrarfund kvennadeildar sem var haldinn 20. mars á Greifanum.

Aðalmál fundarins er að skipuleggja sumarstarfið. Nýliðakvöldin, hatta- og pilsamótið, súpukvöld og síðast en ekki síst að ákveða vorferð og var ákveðið að skoða hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að heimsækja Mývatnssveit og Húsavík núna í vor.

Stjórnarskipti voru og gengu þær Svandís Gunnarsdóttir og Sveindís Almarsdóttir úr stjórn og nýjar komu inn þær Eva Magnúsdóttir, Þórunn Bergsdóttir og Anna Einarsdóttir og skipa þær ásamt Guðrúnu Bergsdóttur og Maríu Daníelsdóttur kvennanefnd næsta starfsárs.