Fjölmennt og vel heppnað styrktarmót

Sunnudaginn 24/9 var haldið styrktarmót fyrir æfingaferð unglinga og afrekskylfinga GA vorið 2018.

Mótið var leikið með Greensome fyrirkomulagi, þar sem tveir eru saman í liði.
Keppendur gátu keyrpt teighögg af unglingum og afrekskylfingum GA útá vellinum og voru margir sem nýttu sér þá góðu þjónustu!

styrktarmót 3

Alls voru 76 kylfingar skráðir til leiks, eða 38 lið og safnaðist því vel í sarpinn fyrir ferðina í vor.
Þó vindur hafi verið töluverður að þá var bæði hlýtt og bjart þannig að úr varð hin besta skemmtun.

styrktarmót

Úrslit mótsins urður eftuirfarandi:
1. sæti: 66 högg - Hafberg Svansson & Arnheiður Ásgrímsdóttir
2. sæti: 69 högg - Brynja Herborg Jónsdóttir & Jason James Wright
3. sæti: 69 högg - Tryggvi Þór Gunnarsson & Heimir Haraldsson

Næstur holu:
4. hola: 203 cm - Hallur Guðmundsson
8. hola: 639 cm - Kara Líf Antonsdóttir
11. hola: 55 cm - Andri Geir Viðarsson
14. hola: 215 cm - Eygló Birgisdóttir
18. hola: 231 cm - Barði Jakobsson

Lengsta drive:
6. hola: Brynja Herborg Jónsdóttir
15. hola: Sigrún Finnsdóttir

styrktarmót 2

Við viljum sérstaklega þakka öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti fyrir stuðninginn!

Einnig viljum við þakka kærlega þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gáfu verðlaun í mótið, en þau voru:
Ecco, Ellingsen, Ormsson, Vodafone, Heimilistæki,  Netkerfi, Slippfélagið, Átak, Bjarg Heilsurækt, Ekran, Ásprent, Hliðarfjall, Sundlaug Akureyrar, og Vídalín veitingar sem bauð uppá kaffi og kleinur í mótslok.

Takk fyrir okkur! 

Með kveðju,
Afreks- og unglinganefnd GA