Fjölmenni á almennum félagsfundi GA

Stjórn Golfklúbbs Akureyrar boðaði til almenns félagsfundar í hádeginu á laugardaginn og bauð upp á mjólkurgraut og slátur. Mjög góð mæting var á fundinn, en um 70 manns voru viðstaddir.

Jón Steindór gjaldkeri klúbbsins, ásamt Sigmundi Ófeigssyni formanni, fór yfir starf sumarsins og framkvæmdir, bæði hvað varðar nýframkvæmdir og annað það sem unnið var á vellinum í ár. Farið var yfir sundurliðun yfir unna tíma á hverju verki og sundurliðun á þeim verkum sem búið var að framkvæma og hvað mun verða gert í vetur og á næsta ári, en árið 2013 er síðasta framkvæmdaárið en á því ári mun öllum nýframkvæmdum við flatir og teiga ljúka .

Ennfremur var farið yfir þróun í fjölda félaga í klúbbnum og fjölgun þeirra síðustu árin og skiptingu eftir aldri. Þá var farið yfir hvernig skipting er á spiluðum hringjum á vellinum.

Tengt efni: Glærur frá fundinum.

Dregið var úr félagaleiknum "Vinur á Vin"

Á árinu hefur verið í gangi átakið "vinur á vin".  Það felst í því að allir félagar sem hafa boðið vini að ganga í klúbbinn fóru í pott sem dregið var úr á fundinum.

  • 25.000 kr. afslátt af árgjaldi 2013 hlaut Eygló Birgisdóttir
  • Miða á Arctic Open 2013 hlutu þeir Jón Gunnar Traustason og Ómar Árnason
  • Þátttökugjald í Akureyrarmót árið 2013 hlutu þeir Sveinn Rafnsson og Eyjólfur Ívarsson

Fundarstjóri var Ingi Steinar Ellertsson.

Stjórn þakkar kærlega fyrir góða mætingu og umræður á fundinum.  Næst á dagskrá er aðalfundur klúbbsins seinni partinn í nóvember.  Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta á þann fund og láta í ljós sína skoðun á starfi klúbbsins.