Fjáröflun keppnishópa GA

Unglingar GA standa fyrir fjáröflun sunnudaginn 11. febrúar kl. 11-16 og hvetja alla til að mæta og taka þátt í hinum ýmsum keppnum. Fyrsta púttmót Púttmótaraðar GA unglinga verður haldið um helgina en veitt eru verðlaun fyrir hvert stakt mót í Púttmótaröðinni ásamt því að 4 bestu mótin (af 6 mótum) telja saman til lokaverðlauna.

Í boði verður:

 • Frá kl 11-16: Fyrsta púttmót Púttmótaraðarinnar 
  • Liðakeppni - Tveir og tveir spila saman með Forsome fyrirkomulagi
  • Einstaklingskeppni - Einstaklingur fær 2 hringi á púttvelli og skilar inn betri hringnum
 • Frá kl 13-16: Vippkeppni í golfhermi
  • Sá sem endar næst skotmarkinu vinnur keppnina
 • Frá kl 13-16: Keppni um hver er næstur holu á sérvalinni par 3 holu í golfhermi
  • Sá sem endar næst holunni vinnur keppnina

Verðskrá 

 • Púttmót
  • Einstaklings keppni: 2 hringir kr. 1000.- á mann
  • Liðakeppni: Forsome kr. 1000.- á mann
 • Vippkeppni í hermi ca. 45-65m
  • 1 högg á kr. 500.-
  • 3 högg á kr. 1000.-
  • 5 högg á kr. 1500.-
  • 10 högg á kr. 2500.-
 • Næstur holu á par 3 í hermi ca. 100-120m
  • 1 högg á kr. 1000.-
  • 3 högg á kr. 2500.-
  • 5 högg á kr. 3000.-
  • 10 högg á kr. 5000.-
Ath. það verður posi á staðnum