Fjáröflun fyrir æfingaferð keppnishópa GA

Nú fer fjáröflun keppnishópa GA að detta í gang af fullum krafti svo við hvetjum alla til að gera sér ferð niður í Golfhöll og styrkja gott málefni!

Púttmót verða haldin kl. 11-15 sunnudagana 11., 18., 25. febrúar og 4., 11., 18. mars. Ágóðinn rennur óskiptur til keppnishópa GA og verður notaður til æfingaferðar til Costa Ballena í vor.

Í hvert skipti verða tvö púttmót í gangi:

Einstaklingskeppni: Leikmaður fer 2 hringi á púttvelli og skilar inn betri hringnum

Liðakeppni: Tveir og tveir saman spila samkvæmt fyrirkomulagi dagsins

Veitt eru verðlaun fyrir besta skor í hvorri keppni og af þeim 6 mótum sem haldin verða munu 4 bestu telja til lokaverðlauna. 

Mótsgjald er kr. 1000.- á mann fyrir hverja þátttöku.