Firmakeppni GA 2012 - Úrslit

Rafmenn Sigruðu með 24 punkta

Það voru um 60 fyrirtæki sem voru skráð til leiks í Firmakeppninni sem fram fór í dag.  

Það voru þeir Hjörleifur Gauti Hjörleifsson og félagi hans Aðalsteinn Þorláksson sem spiluðu fyrir Rafmenn og sigruðu á 24 punktum, spilaðar er 9 holur fyrir hvert fyrirtæki og er spilaður betri bolti.  

Í öðru sæti var Norðlenska það voru Stefán Einar Sigmundsson og Kjartan Atli Ísleifsson sem spiluðu fyrir þá og fengu 23 punkta, einnig með 23 punkta í 3 sæti var Kristjánsbakarí það voru Jakobína Reynisdóttir og Kristinn Jónsson sem spiluðu fyrir þá.  

Nú er það Rafmenn sem fá nafn sitt á þennan elsta og verðmætasta bikar í eigu klúbbsins, sem gefinn var af Helga Skúlasyni augnlækni - hefur verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA.  

Boðið var upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð í mótslok.  

Vill Golfklúbburinn þakka öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þá fyrir þeirra stuðning við klúbbinn og kylfingum fyrir þátttökuna.