Firmakeppni GA 2010 - Úrslit

Neyðarlínan sigurvegari í Firmakeppni GA í ár.

Það voru 54 fyrirtæki sem voru skráð til leiks í Firmakeppninni sem fram fór í gær sunnudag – Það voru feðgarnir Arinbjörn Kúld og Tumi Hrafn Kúld sem spiluðu betri bolta til sigurs fyrir Neyðarlínuna þeir fengu 23 punkta, spilaðar voru 9 holur fyrir hvert fyrirtæki.

Tvö fyrirtæki voru jöfn Neyðarlínunni í punktum það voru KPMG og Nýja Kaffibrennslan en Kaffibrennslan er búin að hafa bikarinn tvö síðastlíðin ár í varðveislu.

Nú er það Neyðarlínan hér á Akureyri sem fær að varðveita þennan elsta og verðmætasta bikar í eigu klúbbsins, sem gefinn var af Helga Skúlasyni augnlækni - hefur verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA.

Fyrir KPMG spiluðu Viðar Þorsteinsson og Halldóra Kolbrún Ólafsdóttir og fyrir Nýju Kaffibrennsluna spiluðu þeir Rúnar Antonsson og Arnar Oddsson.

Boðið var upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð í mótslok.

Vill Golfklúbburinn þakka öllum þessum fyrirtækjum fyrir þeirra stuðning við klúbbinn og kylfingum fyrir þátttökuna.