Firmakeppni GA

Firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar verður haldin laugardaginn 20 september.

Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni og eru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin ásamt besta skori í höggleik.

Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Í verðlaun er m.a, Vokey wedgar frá Titleist, Ping pútterar, Footjoy golfskór, Footjoy fatnaðar ásamt ýmsu öðru.

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.

Ræst verður út af öllum teigum kl. 14:00 og eftir leik verður slegið upp grillveislu hjá Jóni Vídalín sem er innifalin í mótsgjaldi.

Hvetjum við félagsmenn til að taka þátt í söfnun fyrirtækja með því að bjóða sínum atvinnurekendum þátttöku í keppninni, það mega að sjálfsögðu vera fleiri en einn frá hverju fyrirtæki :)

Skráning fer fram á golf.is eða í síma 4622974.

Mótsgjald er 15.000 krónur.

Hvetjum við alla GA félaga til að fjölmenna fyrir hönd sinna fyrirtækja og njóta þess að spila golf!

Vinsamlegast athugið að skráning á netinu er eingöngu til þess að raða í holl þar sem ræst er út af öllum teigum samstundis