Fínn árangur hjá GA kylfingum á Íslandsmótinu í höggleik

Tumi spilaði best af GA strákunum
Tumi spilaði best af GA strákunum

Nú rétt í þessu var Íslandsmótinu í höggleik að ljúka í Grafarholtinu þar sem Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá fóru með sigur af hólmi. Átta kylfingar frá GA tóku þátt þetta ári og stóðu sig bara þokkalega vel en sjö þeirra komust í gegnum niðurskurðinn. Leikið var við flottar aðstæður en margir sögðu að Grafarholtið hafi aldrei verið í eins góðu standi. Veðrið var ekki mikið að stríða keppendum en það var blíða fyrstu tvo dagana og svo fór aðeins að gusta seinni tvo en það var þó alveg viðráðanlegt.

Tumi Hrafn Kúld spilaði best af GA fólki í karlaflokki og endaði hann jafn í 32. sæti og var afar stabíll í gegnum allt mótið. Golfkennarinn okkar hún Stefanía Kristín spilaði best af GA konum og endaði í 13. sæti og var hún einnig nokkuð stabíl. Fínasti árangur hjá GA kylfingum sem mun bara batna eftir því sem árunum líður!

Hér að neðan má sjá niðurstöðu hjá öllum GA kylfingum:

Andrea Ýr: 80-81 (missti niðurskurð og endaði í 24. sæti)

Amanda Guðrún: 76-80-77-80 (313) l endaði í 15.sæti

Stefanía Kristín: 76-78-80-78 (312) l endaði í 13. sæti

Víðir Steinar: 80-73-76-81 (310) l endaði í 67. sæti

Lárus Ingi: 73-77-73-79 (302) l endaði í 42. sæti

Eyþór Hrafnar : 78-76-72-74 (300) l endaði í 37. sæti

Örvar Samúels: 80-73-71-76 (300) l stendur í 37. sæti

Tumi Hrafn: 75-75-75-73 (298) l endaði í 32. sæti