Fimm kylfingar frá GA á Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í golfi hófst í Vestmannaeyjum í gær og eigum við hjá GA fimm þátttakendur að þessu sinni. Það eru þau Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Lárus Ingi Antonsson, Óskar Páll Valsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson.

Eftir fyrsta keppnisdag er það Kristófer Orri úr GKG sem leiðir karlaflokkinn á -4 og Perla Sól úr GR sem leiðir kvennaflokkinn á pari vallarins. 

Okkar fólk spilaði á: 
Andrea Ýr 76 +6 fyrsta dag og er +3 eftir 12 holur á degi 2 
Skúli Gunnar 76 +6
Veigar 78 +8
Lárus 81 +11
Óskar Páll 84 +14

Við óskum okkar fólki áfram góðs gengis og hægt er að fylgjast með stöðunni hér: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3154840/leaderboard/3047729