Félagsmannalisti og félagsskírteini

Nú er spilið komið á fullt hjá okkur hérna á Jaðri og þeir sem sem hafa ekki greitt árgjald eða samið um greiðslur við framkvæmdarstjóra verða því gerðir óvirkir á golf.is og munu ekki geta skráð sig þar inn. Þar með hvetjum við þá aðila sem það á við að ganga í þau mál sem fyrst.

Einnig þurfa félagsmenn að vera með félagsskírteini til að geta spilað og verður því fylgt eftir af hálfu starfsmanna GA. Hægt er að nálgast skírteinin á skrifstofu GA.

Opnunartími skrifstofu er 08:00 – 18:00 alla daga!