Á þriðjudagskvöldið síðasta var haldinn vel heppnaður félagafundur hjá okkur í GA upp í golfskála. Ríflega 60 GA meðlimir mættu á fundinn og sköpuðust góðar umræður um málefni GA félaga og völlinn okkar.
Heimir og Steindór stjórnuðu fundinum og fóru yfir mótaskrá GA fyrir sumarið, skápamál, umgengni um völlinn, ástandið á vellinum og önnur mál og voru GA félagar áhugasamir um ástandið og hvað mætti gera til að bæta það.
Að lokum var sýnt myndband sem sló heldur betur í gegn sem fjallar um hvernig við eigum að ganga um völlinn.
Myndbandið má sjá með því að smella hér
Óhætt er að segja að völlurinn er langt á undan því sem hann var í fyrrasumar og erum við gríðarlega sátt með gang mála. Flatirnar iðagrænar miðað við sama tíma í fyrra og má segja að góður vetur og þrotlaus vinna vallarstarfsmanna sé að skila vellinum í toppstandi fyrir sumarið.
10. flöt 19.maí 2016
10. flöt 6. júní 2017
15. flöt 11.maí 2016
15. flöt 6. júní 2017
18. flöt 11. maí 2016
18. flöt 5.maí 2017