Feðgarnir Sigmundur Ófeigsson og Stefán Sigmundsson sigruðu sína flokka

Í dag var haldið fyrsta púttmótið af 6 í mótaröð til styrktar unglingastarfi Golfklúbbsins.

Unglingarnir munu starfa við mótin og sjá um að útvega verðlaun - það verða veitt verðlaun fyrir hvert mót í karla, kvenna og unglingaflokki og s íðan þegar 6 mótum er lokið munu topp 4 í hverjum flokki eftir 6 mót þar sem 3 bestu telja keppa sín á milli um sigur í móti nr 7. Spennandi mótaröð hér að fara á stað. Allir að vera með og styrkja um leið unglingastarfið.

Úrslit í þessu 1. móti voru eftirfarandi: Í unglingaflokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson með 30 pútt, Kjartan Atli Ísleifsson var í 2. sæti með 31 pútt einnig á 31 pútti í 3. sæti var Tumi Hrafn Kúld.

Í kvennaflokki sigraði Anna Einarsdóttir formaður unglingaráðs hún púttaði 29 sinnum í 2. sæti var Brynja Herborg Jónsdóttir með 31 pútt, Aðalheiður Guðmundsdóttir var í 3. sæti einnig með 31 pútt.

Í karlaflokki sigraði formaður GA Sigmundur Ófeigsson hann púttaði 29 sinnum, í 2. sæti var Sigurður Samúelsson hann var með 30 pútt og í 3. sæti eftir að talið var til baka var Þórir V. Þórisson hann var með 31 pútt ásamt Vigfúsi Inga Haukssyni.

Vill unglingaráð þakka kylfingum þátttökuna og vonast til að sjá sem flesta í móti nr. 2 sem er sunnudaginn 27. janúar.