Fastir tímar í hermum í Golfhöllinni

Undanfarin ár hefur fólk óskað eftir föstum tímum í hermana hjá okkur og reynum við að sjálfsögðu áfram að verða við því.

Þeir sem óska eftir því að hafa fasta tíma í vetur vinsamlegast sendið tölvupóst á jonheidar@gagolf.is og látið vita hvaða tíma þið viljið fá.

Athugið að þeir sem festa tíma í vetur munu greiða fyrir þá tíma sem fastir eru, afbókunarfrestur á tímum til að fá endurgreitt eru þrír sólahringar. Séu tímar afbókaðar með styttri fyrirvara fást þeir ekki endurgreiddir. Allar afbókanir þarf að tilkynna á gagolf@gagolf.is eða með því að hringja í síma 462-2974.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í Golfhöllinni frá og með 1. nóvember.