Fastir tímar í golfhermum GA

Þegar haustið sækir að okkur styttist í opnun Golfhallarinnar en við opnum hana mánudaginn 16. október.

Töluvert hefur verið um að fólk vilji tryggja sér fasta tíma í golfhermunum og viljum við benda þeim á sem vilja það að hafa samband við Jón Heiðar á netfangið jonheidar@gagolf.is

Fasta tíma þarf að greiða fyrirfram og kosta tveir tímar á viku frá 16. október - 5. maí 138.000kr eða ef fjórir eru saman 34.500kr á mann. 

Við biðjum þá sem eru áhugasamir um fasta tíma að hafa samband sem fyrst svo við getum tryggt ykkur tímana.