Ennþá laust hjá Bigga í kylfumælingar

Ennþá eru nokkur pláss laus hjá Bigga í mælingum fyrir laugardaginn næsta - laust er frá 15:30 og biðjum við áhugasama um að hafa samband við Jón Heiðar á jonheidar@gagolf.is

Birgir býður einnig GA félögum sérstakt tilboðsverð af Shot Scope v2 úrinu á 22.900kr - fullt verð 38.900kr. http://golfkylfur.is/product/shot-scope-v2-golfurid/ Biggi verður með nokkur úr með sér hér á laugardaginn! 

Birgir V. Björnsson, golfkylfusmiður og golfkennari mun koma norður 15. febrúar og vera með mælingar á golfkylfum hjá okkur. Birgir er sá færasti á sínu sviði hér á Íslandi og sérsmíðar golfkylfur eftir hentileika hvers og eins. 

Hægt verður að prufa nýjustu Titleist og Ping kylfurnar og fá fullkomna mælingu frá Birgi. Mælingin kostar 12.000kr og er þá mælt fyrir járn, hybrid og trékylfur. Pantanir fara fram á jonheidar@gagolf.is - einstakt tækifæri fyrir kylfinga.

Nánar um Birgi á golfkylfur.is