Enn fara kylfingar holu í höggi á Jaðarsvelli

Ólafur Gylfason golfkennari hjá GA fór holu í höggi í gær.

Hann setti draumahöggið í á 4. holu til þess notaði hann 5. járn, sló háan bolta, holan var hægra megin á flötinni þannig að ekki sést frá teig, svo að hann sá ekki þegar hún fór í. Þetta er í annað sinn sem Óli nær draumahögginu, en hann fór holu í höggi á 6. holu að Jaðri 2008 og þá sló hann með sama járni og nú.

Þetta er í 9. sinn sem kylfingur fer holu í höggi að Jaðri, nú á nokkrum vikum.

Óskum við Óla til hamingju með þetta :)