Ekki slá boltum af flötum!

Við viljum árétta fyrir fólki að Jaðarsvöllur er ekki enn búinn að opna og ekki er leyfilegt að slá inn á flatir á vellinum þar sem ekki eru flögg. 

Því miður hafa óprúttnir aðilar slegið boltum af 9undu flötinni okkar og skilið eftir kylfuför á flötinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Berum virðingu fyrir vellinum og bíðum eftir að hann opni og förum vel með hann.