Staðan á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2021

Afrekskylfingarnir okkar í GA hófu leik á Íslandsmóti unglinga í Grafarholtinu í dag. Við eigum 11 kylfinga í mótinu í ár sem verður að teljast magnað, þar sem einungis efstu 16 kylfingarnir á stigalistanum í hverjum aldurshóp fá þátttökurétt. Eins og við var að búast hafa okkar kylfingar staðið sig vel. Í dag voru spiluð 16 manna úrslitin, en á morgun verða leikin 8 manna- og 4 manna úrslitin. Á sunnudaginn verður svo krýndur Íslandsmeistari í holukeppni. Hér eru úrslit dagsins hjá okkar fólki

Lárus Ingi Antonsson vann 7/6 gegn Magnúsi Yngva Sigsteinssyni
Óskar Páll Valsson tapaði á 19. holu gegn Aroni Inga Hákonarsyni
Patrik Róbertsson tapaði 7/6 gegn Böðvari Braga Pálssyni 
Mikael Máni Sigurðsson tapaði 2/0 gegn Heiðari Snæ Bjarnasyni
Skúli Gunnar Ágústsson vann 5/3 gegn Jósef Ými Jennsyni
Veigar Heiðarsson vann 6/4 gegn Borgþóri Ómari Jóhannssyni
Valur Snær Guðmundsson vann 2/1 gegn Brynjari Loga Bjarnþórssyni
Birna Rut Snorradóttir vann 2/1 gegn Lilju Dís Hjörleifsdóttur
Auður Bergrún Snorradóttir tapaði 1/0 gegn Höllu Stellu Sveinbjarnardóttur
Ragnar Orri Jónsson vann 4/3 gegn Óliver Elí Björnssyni
Ólafur Kristinn Sveinsson vann 1/0 gegn Ragnari Kára Kristjánssyni