Eldri sveitir GA kylfinga farnar af stað

Golfklúbbur Akureyrar á sveitir í efstu deild 50+ karla og kvenna sem spilaðar verða um helgina. Karlasveitin leikur á heimavelli á meðan konurnar ferðuðust til Vestmannaeyja til að leika í sinni deild. Leiknir verða 3 leikir i riðlakeppni áður en útsláttarkeppni tekur við seinni part föstudags. Báðar sveitir GA eru skipaðar 9 kylfingum, en 6 þeirra spila í hverri umferð. Einn fjórmenningur og fjórir leika tvímenning. 

Fyrsta umferð hófst í morgun kl. 8 þar sem GA menn léku við sterka sveit GS. Þetta var svo sannarlega tæpur leikur, en 4 viðureignir af 5 enduðu á 18. holu. Svo fór að GS sigraði 3-2 og mætir GA sveit GO eftir hádegi. Hægt er að fylgjast með stöðu mála og úrslitum hjá strákunum hér

Kvennasveitinni beið gífurlega erfitt verkefni í morgun þar sem þær léku gegn öflugri sveit GK. Leikurinn endaði með 0-5 tapi okkar kvenna, sem ætla þó að hefna fyrir það með sigri á GKG núna eftir hádegi. Hægt er að fylgjast með stöðu mála og úrslitum hjá stelpunum hér