Eitt lið vantar í Volkswagen mótið

Hið árlega Volkswagen Open verður haldið næstu tvo dagana hérna á Jaðarsvelli. Flott skráning var í mótið en sökum þess að eitt lið þurfti að boða forföll óskum við ennþá eftir einu liði í mótið. Liðið sem um ræðir færi út kl 9:30 í hálffullt holl. Frábærir vinningar eru í mótinu og hvetjum við því alla til að stökkva á þetta fína tækifæri og spila golf í skemmtilegu móti um helgina.

 

Skráning fer fram í síma 462-2974