Einu sinni var... 4 manna Texas Scramble - ÚRSLIT

Annað mótið í vélamótaröð GA vorið 2012 var haldið í blíðskapar veðri í dag. Til leiks voru skráð 14 lið eða 56 kylfingar. Um var að ræða öðruvísi en skemmtilegt Texas Scramble fyrirkomulag þar sem 4 voru saman í liði. Allir slóu upphafshöggið og valið var besta höggið, allir slóu þaðan nema sá sem átti höggið. Svona gekk þetta koll af kolli út hverja holu fyrir sig. Allir 4 kylfingar hvers liðs þurftu þó að eiga 2 teighögg hver.  Með þessu móti var hægt að taka meiri sénsa og var skorið eftir því. 

1. sæti. 57 högg.
Þorvaldur Jónsson, Bergur Rúnar Björnsson, Kjartan Fossberg Sigurðsson og Örn Viðar Arnarsson. Forgjöf: 0.

2.-3. sæti. 61 högg.
Jón Gunnar Traustason, Arnar Oddsson, Þórhallur Pálsson og Sigurður Hjartarson. Forgjöf: 2. 
Björn Axelsson, Finnur Bessi Sigurðsson, Ingi Torfi Sverrisson og Andri Geir Viðarsson. Forgjöf: 0.

4.-6. sæti. 62 högg. 
Víðir Steinar Tómasson, Óskar Jóel Jónsson, Kjartan Atli Ísleifsson og Stefanía Elsa Jónsdóttir. Forgjöf: 3.
Njáll Harðarson, Árni Páll Jóhannsson, Sigþór Harðarson og Ingólfur Áskelsson. Forgjöf: 5.
Samúel Gunnarsson, Friðrik Gunnarsson, Jason Wright og Sigurður Skúli Eyjólfsson. Forgjöf: 0.

Happdrætti:
Óskar Jóel Jónsson
Einar Már Hólmsteinsson
Ófeigur Tómas Hólmsteinsson
Heiðar Ingi Ágústsson

Þessir aðilar geta sótt vinninga sína á skrifstofu Golfklúbbsins.

Verðlaun voru frá Samkaup/Strax og Vídalín veitingum.

Mótsnefnd þakkar kylfingum fyrir þátttöku í mótinu og vonar að ennþá fleiri verði með í næsta móti.