Eimskipsmótaröðin á Jaðri

Um nýliðna helgi mættu bestu kylfingar landsins hingað á Jaðar þegar að mótaröð þeirra bestu var spiluð hér eftir langt hlé. 

Það var Norðlenska sem var aðalstyrktaraðili þessa móts og bar mótið því nafn Goða.

Það sáust mörg virkilega góð tilþrif og skorið var heilt yfir mjög gott þrátt fyrir erfiðar aðstæður á sunnudeginum þegar að það blés hraustlega á keppendur.

Sigurvegarar mótsins voru þau Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Kristján Þór Einarsson úr Gkj sem jafnaði einnig vallarmetið af hvítum teigum á sunnudeginum þegar hann lék völlinn á 67 höggum.  Það er hreint út sagt frábær árangur hjá honum þar sem aðstæður voru erfiðar.

Óskum við þeim Kristjáni og Tinnu hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Okkar kylfingar stóðu sig frábærlega og voru klúbbnum til mikils sóma bæði innan og utan vallar.  Það er greinilega að það eru miklar framfarir hjá okkar kylfingum sem sést best á þeirra skori í mótinu.  Þegar að við skoðum úrslit mótsins út frá punktum þá eru okkar kylfingar að lækka sig hratt í forgjöf.  Hér að neðan má sjá stöðu kylfinga út frá punktum í mótinu:

 

 1 Fannar Már Jóhannsson GA 11 F 25 19 44 38 36 44 118
2 Stefán Einar Sigmundsson GA 10 F 19 17 36 41 37 36 114
3 Ólafur Auðunn Gylfason 5 F 18 17 35 40 39 35 114
4 Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 6 F 20 20 40 37 36 40 113
5 Aron Elí Gíslason GA 12 F 21 12 33 42 38 33 113
6 Einar Bjarni Helgason GFH 12 F 19 20 39 35 36 39 110
7 Ævarr Freyr Birgisson GA 5 F 14 17 31 39 40 31 110
8 Benedikt Árni Harðarson GK 5 F 16 19 35 35 37 35 107
9 Tumi Hrafn Kúld GA 5 F 14 19 33 37 37 33 107
10 Samúel Gunnarsson 6 F 19 17 36 30 41 36 107
11 Kristján Benedikt Sveinsson GA 5 F 17 16 33 39 35 33 107
12

 

Eins og sjá má á þessari töflu þá eigum við 7 kylfinga á þessum lista ( 8 meða Óla Gylfa :))  og það eru allir að lækka sig mikið.  Framtíðin er því björt og óskum við okkar kylfingum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur um helgina.

Einnig viljum við þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu okkur um helgina kærlega fyrir, það gekk allt eins og best verður á kosið og það er alveg ljost að ekki er hægt að halda jafn glæsilegt mót nema með hjálp okkar félagsmanna.

Þökkum öllum kylfingum, kylfuberum sem og öllum þeim gestum sem mættu til okkar um helgina kærlega fyrir komuna og vonum svo sannarlega að það líði ekki aftur svona mörg ár þangað til við fáum ykkur í heimsókn aftur á Jaðar :)

Einnig viljum við þakka Norðlenska fyrir þeirra aðkomu að mótinu.  Þetta mót hhét eins og fyrr sagði Goðamótið og í tilefni þess bauð Norðenska öllum keppendum og þeirra fólki til glæsilegrar grillveislu síðastliðinn laugardag sem tókst virklega vel og það voru um 80 manns sem gæddu sér á dýrindis lambakjöti.