Eigið þið barnagolfsett?

Unglingaráð er að leita eftir golfkylfum/golfsettum fyrir börn  

Ágætu kylfingar.

 

Við í unglingaráði GA erum að leita eftir golfkylfum/golfsettum fyrir börn í ykkar fórum. Þannig er mál með vexti að unglingaráðið ætlar að bjóða grunnskólakrökkum að prófa golf í vor. Okkur vantar barnakylfur/sett til að geta boðið börnunum upp á sem besta kynningu.

Við leitum því til ykkar ágætu kylfingar, hvort í ykkar fórum leynist barnasett sem ekki eru lengur í notkun hjá ykkur, til að eftirláta okkur. Þið getið haft samband við Snorra Bergþórsson í síma 848-8181,snorberg@akmennt.is eða hringt/komið við upp á Jaðri og talað við Höllu framkvæmdarstjóra GA 462-2974, halla@gagolf.is.

 

Með von um góðar undirtektir;

Unglingaráð GA