Dúddisen völlurinn opnar í dag

Í dag er komið að því að opna litla völlinn okkar, Dúddisen völlinn.

Völlurinn verður opnaður kl.13:00 og hvetjum við GA félaga og aðra til að nýta sér tækifærið og skella sér á völlinn. 

Við opnum völlinn til heiðurs Stefáni Hauki, Dúddisen sjálfum, sem féll frá á laugardaginn síðasta. 

Við biðjum GA félaga að leggja bílunum sínum á bílastæðinu við klúbbhúsið og nota ekki göngustíga og gangstéttir við Klappir sem bílastæði.