Dúddisen völlurinn opnar 13:00 í dag

Dúddisen völlurinn opnar klukkan 13:00 í dag, föstudag.

Völlurinn er enn frekar blautur og biðjum við því kylfinga um að ganga extra vel um völlinn þar sem hann er í viðkvæmu standi.

Við biðjum GA félaga að leggja bílunum sínum á bílastæðinu við klúbbhúsið og nota ekki göngustíga og gangstéttir við Klappir sem bílastæði. 

Það styttist svo í opnun Jaðarsvallar og hlökkum við mikið til að hleypa ykkur á hann.

Við minnum einnig á að við óskum eftir sjálfboðaliðum í dag kl.16:30 til að aðstoða okkur við að breiða dúka yfir grín, mæting við Vélaskemmu.