Dúddisen völlurinn opinn!

Við höfum ákveðið að opna Dúddisen völlinn og er því tilvalið fyrir félagsmenn að nýta sér hann meðfram æfingasvæðinu þangað til Jaðarsvöllur opnar.

Vallarstarfsmenn hafa unnið vel undanfarnar vikur og slógu green og settu holur á Dúddisen völlinn í gær svo hann er klár fyrir kylfinga.

Við þökkum þeim sjálfboðaliðum sem mættu í gær og hjálpuðu til við að setja dúka yfir flatirnar. Þrátt fyrir kuldakast núna næstu daga þá styttist óðum í opnun Jaðarsvallar og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur á stórglæsilegum Jaðarsvelli.