Dúddisen völlurinn opnaður

Dúddisen þegar hann fékk gullmerki GA árið 2010
Dúddisen þegar hann fékk gullmerki GA árið 2010

Nú klukkan 13:00 í dag sló Stefán Haukur 'Dúddisen' Jakobsson fyrsta höggið á nýjum par 3 holu velli okkar GA félaga sem ber nafnið Dúddisen.

Dúddisen er búinn að vera meðlimur í Golfklúbbi Akureyrar gríðarlega lengi og spilar hér nánast daglega upp á velli. Hann átti ekki í neinum vandræðum með að slá flott högg þrátt fyrir mikla pressu áhorfenda.

Þess má til gamans geta að þegar Akureyrarvöllur var vígður í knattspyrnu rétt um 1950 spilaði Stefán Haukur í vígsluleiknum sem var viðureign KA og Þórs. Skemmst er frá því að segja að Dúddisen skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu og var þetta því ekki fyrsta vígslan sem gengur svona glimrandi vel hjá kallinum.

Hér má sjá myndband af fyrsta höggi vallarins hjá honum og eins og sést lenti kúlan rétt í grínkanti, frábært högg hjá okkar manni.