Daniel Harley ráðinn til GA - Birgir Ingvason lætur af störfum

Á vormánuðum lét Birgir Ingvason af störfum sem vélamaður hjá GA vegna aldurs eftir tæp 6 ár hjá klúbbnum. Birgir hefur starfað sem vélamaður undanfarin ár hjá okkur og unnið mikið og gott starf fyrir klúbburinn og viljum við þakka honum kærlega fyrir vel unnin störf. 

Daniel Harley var ráðinn inn og hóf hann störf í byrjun maí. Daniel er fæddur og uppalinn í Fife í Skotlandi en flutti hingað til lands árið 2004 og hefur búið hér á landi að mestu leyti síðan.

Daniel er menntaður golfvallafræðingur frá Elmwood College í Skotlandi og hefur mikla reynslu í viðhaldi golfvalla eftir að hafa starfað hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði í fjölmörg ár. Fyrst sem almennur vallarstarfsmaður, þá sem aðstoðar vallarstjóra og loks sem vallarstjóri.  Var hann m.a. annars kosinn vallarstjóri ársins 2012.

Daniel eða Danny er okkur GA félögum ekki ókunnugur en hann starfaði sem aðstoðarvallarstjóri hjá okkur frá 2014-2015. Danny er ráðinn til okkar sem vélamaður og mun ásamt því sinna ýmsum verkefnum út á velli og er óhætt að segja að ráðning hans sé góð innspýting í starf okkar hjá GA.

Við hjá GA hlökkum til að hafa Danny aftur í okkar röðum.