Cutter&Buck Open sunnudaginn 25. júlí

Hið frábæra Cutter&Buck Open verður haldið hjá okkur þann 25.júlí. Mótið í ár er punktakeppni með forgjöf, en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Hámarksforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. 

Skráning í mótið fer fram á GolfBox. Ræst verður út frá 8:00-13:30.

Konur leika af rauðum teigum sem og karlar 70 ára og eldri og drengir 14 ára og yngri. Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum.

Verðlaun eru hin glæsilegustu og koma frá Cutter&Buck. Verðlaun eru fyrir efstu fimm sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holunum.

1.sæti: 30.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
2.sæti: 25.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
3.sæti: 20.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
4.sæti: 15.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
5.sæti: 10.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck 

1. sæti höggleikur: 30.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins: 10.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck.