Cutter&Buck Open laugardaginn 25. júlí

Cutter&Buck Open verður haldið hjá okkur þann 25.júlí og verður spilað texas scramble keppni. Hámarksforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. Liðsforgjöf er samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5.

Skráning í mótið mun að þessu sinni fara fram í gegnum email: skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462-2974. Ræst verður út frá 8:00-13:30.

Konur leika af rauðum teigum sem og karlar 70 ára og eldri og drengir 14 ára og yngri. Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum.

Verðlaun eru hin glæsilegustu og koma frá Cutter&Buck. Verðlaun eru fyrir efstu fimm sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holunum.

1.sæti: 2x30.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
2.sæti: 2x25.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
3.sæti: 2x20.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
4.sæti: 2x15.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck
5.sæti: 2x10.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck 

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins: 10.000kr gjafabréf í fatnað frá Cutter&Buck.

Gjafabréfin er hægt að nýta í verslun M-Sport í Kaupangi.