Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA lokið

Lokahóf Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA var haldið í golfskálanum á Jaðri á laugardagskvöldið og heppnaðist það stórvel eins og mótið allt. 216 keppendur mættu til leiks og spiluðu stórfínt golf á glæsilegum Jaðarsvelli. Mikil spenna var í keppninni og fór það svo að lokum að GA kylfingarnir Stefán Bjarni Gunnlaugsson og Linda Hrönn Benediktsdóttir sigruðu mótið á samtals 15 höggum undir pari. 

Keppendur skemmtu sér konunglega á laugardagskvöldinu þar sem Friðjón hjá Jaðar Bistro eldaði dýrindismat fyrir keppendur og Vandræðaskáldin mættu og glöddu keppendur og stjórnuðu hópsöng. Mikil gleði var með mótið hjá keppendum og mótshöldurum og var veðrið gott. Við viljum þakka Icelandair kærlega fyrir samstarfið í þessu skemmtilega móti og hlökkum strax mikið til fyrir næsta ár.

Hér má sjá alla verðlaunahafa í mótinu: 
Föstudagur - 
4. hola: Valmar Valjaots 193 cm
8. hola: Guðrún R. Kristjánsdóttir 233 cm
11. hola: Guðjón Guðmundsson 148 cm
14. hola: Sverrir Þorsteinsson 670 cm
18. hola: Helgi Ómar Pálsson 73 cm
10. hola í tveimur höggum: Anna Einarsdóttir 83cm
Laugardagur - 
4. hola: Guðmundur Bjarni Haðarson 192 cm
8. hola: Þórdís Sigurjónsdóttir 278 cm
11. hola: Jónas Jónsson 238 cm
14. hola: Ísleifur Leifsson 100 cm
18. hola: Þröstur Ástþórsson 56cm 
Lengsta drive konur: Sigrún Edda Jónsdóttir
Lengsta drive karlar: Jóhann Rúnar Sigurðsson
Verðlaunasæti:
1.sæti: Linda Hrönn Benediktsdóttir og Stefán Bjarni Gunnlaugsson 127 högg
2.sæti: Guðrún R. Kristjánsdóttir og Ómar R. Ragnarsson 127 högg
3.sæti: Konráð Þór Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir 128 högg
4.sæti:  Jóhann Rúnar Sigurðsson og Líney Björk Jónsdóttir 129 högg
5.sæti: Jón Georg Ragnarsson og Maríanna Garðarsdóttir 130 högg
6.sæti:  Ásgeir Guðmundur Bjarnason og Sigríður Hafberg 130 högg
7.sæti:  Anna María Sigurðardóttir og Guðjón Steinarsson 130 högg
8.sæti:  Anna Einarsdóttir og Arinbjörn Kúld 130 högg