GA leikur til úrslita um titilinn í Íslandsmóti golfklúbba

Stórglæsilegu Íslandsmóti golfklúbba lýkur á Jaðarsvelli í dag, laugardag, og hefst úrslitarimman klukkan 10:30 á 1. teig og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta og sýna strákunum stuðning. 

GA strákarnir sýndu stáltaugar í gær í undanúrslitaleik sínum á móti GR og unnu hann 3-2 en þar fóru þrjár viðureignir í bráðabana! 

Heiðar Davíð og Eyþór Hrafnar sýndu snilli sína í fyrri fjórmenning viðureign dagsins og unnu hana 2/1 á meðan Víðir og Valur sýndu gríðarlegan karakter, eftir að hafa verið 5 holum undir eftir fyrri 9 holurnar náðu þeir að jafna á 17. holu en GR fjórmenningurinn setti í fugl á 18. holu og tryggðu sér 1/0 sigur. Skúli Gunnar, Veigar og Tumi fóru allir í bráðabana í sínum tvímenning þar sem Skúli tapaði á 21. holu eftir hetjulega baráttu og Veigar sigraði á 20. holunni. Viðureign Tuma og Hákons Arnar fór alla leið á 24. holu þar sem Tumi tryggði sér sigurinn, var þetta hola númer 42 sem þeir spiluðu í gær og lauk viðureigninni ekki fyrr en 22:15 í gærkvöldi að viðstöddum stórum áhorfendaskara sem fagnaði vel að leik loknum.

Strákarnir hafa sýnt frábært golf í mótinu og verður svo sannarlega skemmtilegt að fylgjast með þeim í úrslitaleiknum á móti Golfklúbbi Mosfellsbæjar í dag. Þeir eiga svo sannarlega skilið að GA félagar fjölmenni upp á Jaðar og sýni þeim stuðning.

Viðureignir dagsins eru: 
Heiðar&Eyþór vs. Björn Óskar og Sverrir
Valur&Víðir vs. Andri og Kristófer
Skúli Gunnar vs Ingi
Veigar vs. Nick
Tumi Hrafn vs Kristján Þór

Áfram GA.